20. janúar 2025

Útjöfnun á ónotuðu greiðslumarki 2024

Bráðabirgðatölur eru bráðabirgðatölur...

Líkt og fram kom í frétt hér á síðunni frá 13. janúar sl. sýndu bráðabirgðaútreikningar að útjöfnun ársins 2024 yrði 12,6%, sem væri heldur lægri útjöfnun en sl. ár. Við yfirferð gagna kom í ljós að hluti af innleggi desembermánaðar hefði verði skráður tvívegis inn í opinberar skrár sem ruglaði allar niðurstöðutölur. Við leiðréttingu á því kemur í ljós að heildarmagn lítra sem kemur til útjöfnunar er ríflega 8,5 milljónir lítra. Útjöfnun ársins 2024 verður því allt að 16,97% sem er þá heldur meira en árið 2023 þegar útjöfnun ársins var 16,13%.

Útjöfnun upp á allt að 16,97% þýðir að þeir mjólkurframleiðendur sem lögðu inn mjólk í afurðastöð sem nemur allt að 16,97% af skráðu greiðslumarki búsins munu fá þá umframmjólk greidda á fullu afurðastöðvarverði þess mánaðar sem hún var lögð inn. Þeir 70 mjólkurframleiðendur sem lögðu inn í afurðastöð meira en sem nemur 16,97% af skráðu greiðslumarki búsins framleiddu þá hina "raunverulegu umframmjólk", sem nemur alls 2.178.619 lítrum.

Framkvæmd útjöfnunar fer samkvæmt 11 gr. reglugerðar 348/2022 (með síðari breytingum) um stuðning í nautgriparækt þar sem segir: „Skal fyrst greitt fyrir fyrsta prótsentustig sem greiðslumarkshafi framleiðir umfram eigið greiðslumark og síðan annað prósentustig og svo áfram eftir því sem ónotað greiðslumark gefur tilefni til“.

Vinna við uppgjör skv. ofangreindu fer nú fram og vonir standa til að greiðslur á því uppgjöri geti farið fram samhliða uppgjöri á janúarinnleggi þann 10. febrúar.

Til baka

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242