13. janúar 2025

Útjöfnun á ónotuðu greiðslumarki 2024 - bráðabirgðatölur

Bráðabirgðaútreikningar sýna að tæpar 8,0 milljónir lítra munu koma til útjöfnunar á árinu 2024. Það raðast þannig að útjöfnun á hvern framleiðenda mun verða u.þ.b. 12,6%, sem er heldur minni útjöfnun en var fyrir árið 2023 þegar hún var um 16,1%. Með öðrum orðum þýðir þetta fyrir mjólkurframleiðendur að fyrstu 12,6% af innlagðri umframmjólk munu fást greidd á fullu afurðastöðvarverði í uppgjöri ársins.

Það skal þó ítrekað að enn eru þetta aðeins bráðabirgðatölur.

Framkvæmd útjöfnunar fer samkvæmt 11 gr. reglugerðar 348/2022 (með síðari breytingum) um stuðning í nautgriparækt þar sem segir: „Skal fyrst greitt fyrir fyrsta prótsentustig sem greiðslumarkshafi framleiðir umfram eigið greiðslumark og síðan annað prósentustig og svo áfram eftir því sem ónotað greiðslumark gefur tilefni til“.

Til baka

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242