Útreikningur á greiðslum fyrir umframmjólk
Á þessum síðustu vikum ársins sem nú fara í hönd munu einhverjir mjólkurframleiðendur fullnýta greiðslumark sitt og leggja inn umframmjólk, þ.e. mjólk umfram greiðslumark sitt. Mjólkurafreikningar á umframmjólk geta virkað flóknir og hefur það vafist fyrir sumum hvernig þessum útreikningum er háttað.
Hér skal því reynt að útskýra þessa útreikninga frekar:
Fullt afurðastöðvarverð frá 1. okt. 2024 er 136,30 kr/l. Grunnurinn að greiðslum fyrir umframmjólk var hins vegar 85 kr/l. en líkt og fyrir mjólk innan greiðslumarks miðast þetta verð við grundvallarmjólk hvað varðar fitu- og próteinprósentur, þ.e. 4,23% fita og 3,39% prótein.
Verð fyrir hverja fitueiningu er 16,1111 kr. miðað við fullt afurðastöðvarsverð – 136,30 kr/l.
Verð fyrir hverja próteineiningu er 20,1032 kr. miðað við fullt afurðastöðvarverð – 136,30 kr/l.
Þar sem greitt er lægra verð fyrir umframmjólk en fullt afurðastöðvarverð lækka þessi einingaverð hlutfallslega miðað við grundvallarverð umframmjólkur – 85 kr/l. og reiknast hlutfallið þannig: Umframmjólkurverð / Afurðastöðvarverð eða (85 kr/l. / 136,30 kr/l.) = 62,36%
Afreikningurinn er því í grunninn reiknaður þannig:
Fitueiningar = (Lítrar * Fituprósenta) * 100
Fituverð = Fitueiningar * Fitueiningaverð * Umframmjólkurverð / Afurðastöðvaverð
Próteineiningar = Lítrar * Próteinprósenta
Próteinverð = Próteineiningar * Próteineiningaverð * Umframmjólkurverð / Afurðastöðvaverð
Innkaupsverð = (Fituverð + Prótein verð) / Lítrar
Greitt fyrir úrvalsmjólk = Innkaupsverð * prósenta sem er greidd fyrir gæðamjólk (2,0% álag)
Upphæð = Fituverð + Próteinverð + Greitt fyrir úrvalsmjólk
Dæmi:
Mjólkurframleiðandi leggur inn 1.000 lítra af hrámjólk umfram greiðslumark sem uppfyllir skilyrði um úrvalsmjólk. Efnainnihald mjólkurinnar er 4,54% fita og 3,35% prótein.
Útreikningurinn væri þá þannig:
Fitueiningar: (1.000 lítrar * 4,54%) * 100 = 4.540 fitueiningar
Fituverð: ((4.540 fitueiningar * 16,1111 kr/ein) * (85 kr/l. / 136,30 kr/l.)) = 45.615 kr. fyrir fitu.
Próteineiningar: (1.000 lítrar * 3,35%) * 100 = 3.350 próteineiningar
Próteinverð: ((3.350 próteineiningar * 20,1032 kr/ein) * (85 kr/l. / 136,30 kr/l.)) = 41.998 kr. fyrir prótein
Innkaupsverð: (45.615 kr. vegna fitu + 41.998 kr. fyrir prótein) / 1.000 lítrum = 87,61 kr/l. meðalverð á líter
Greitt fyrir úrvalsmjólk: 87,61 kr/l. x 2,0% = 1,752 kr/l. eða 1.000 lítrar * 1,752 kr/l. = 1.752 kr. vegna úvalsmjólkur
Upphæð greiðslu er því:
45.615 kr. vegna fitu + 41.998 kr. vegna próteins +1.752 kr. vegna gæðaálags = 89.365 kr. alls fyrir þessa 1.000 lítra úrvalsmjólkur sem lagðir eru inn umfram greiðslumark.
______________
Á útsendum afreikningum er framsetningin eftirfarandi:
Hrámjólk er fjöldi lítra sem tekin var hjá bónda á viðkomandi dagsetningu.
Í ofangreindu dæmi: 1.000 lítrar
Fitu% og Prótein% er niðurstaða efnamælingar á mjólkinni hjá viðkomandi bónda
Í ofangreindu dæmi: 4,54 vegna fitu og 3,35 vegna próteins
Afurðast.verð er verðið á mjólkinni innan greiðslumarks ef efnainnihaldið væri eins og grundvallarmjólkin er.
Í ofangreindu dæmi: (1.000 lítrar * 136,30 kr/l.) = 136.300 kr.
Gæðaafföll% sýna prósentutölu gæðaaffalla ef um slíkt er að ræða og fara afföllin þá eftir gildandi reglugerð um flokkun og verðfellingar vegna líftölu, frumutölu, lyfjaleifa og frírra fitusýra. Ef engin prósentutala kemur fram í þessum dálki eru engin gæðaafföll.
Í ofangreindu dæmi eru engin gæðaafföll.
Dálkarnir „Verðbreyting vegna fitu“ annars vegar og „Verðbreyting vegna prótein“ hins vegar eru alla jafna ýmist plús eða mínustölur eftir því hvort efnainnihald mjólkur á viðkomandi dagsetningu eru hærri eða lægri en grundvallarmjólkin. Í tilfelli umframmjólkur eru þessar tölur hins vegar alltaf mínustölur þar sem til viðbótar frávikum vegna efnainnihalds er um að ræða hlutfallslega lækkun frá fullu verði.
Í ofangreindu dæmi væri verðbreyting vegna fitu: (1.000 *4,54 * 16,1111 * 62,36%) – (1.000 * 4,23 * 16,1111) = -22.537 kr.
Í ofangreindu dæmi væri verðbreyting vegn próteins: (1.000 * 3,35 * 20,1032 * 62,36%) – (1.000 * 3,39 * 20,1032) = -26.153 kr.
Dálkurinn „Gæða“ myndi sýna verðfellingu mjólkurinnar í krónum ef um slíkt væri að ræða – sem er ekki í þessu tiltekna dæmi.
Dálkurinn „Greitt fyrir FB/úrvalsmjólk“ er svo summa allra framangreindra dálka, margfaldaðir með prósentutölu gæðaálags (2,0%)
Í ofangreindu dæmi: (136.300 kr. – 22.537 kr. – 26.153 kr. + 0 kr. (vegna gæða)) * 2,0% = 1.752 kr.
Dálkurinn „Greidd upphæð“ eru svo allir dálkarnir sem sýna krónur lagðir saman – og það er þá virði innleggsins á viðkomandi dagsetningu.
Í ofangreindu dæmi: (136.300 kr. – 22.537 kr. – 26.153 kr. + 0 (vegna gæða)) + 1.752 kr. = 89.365 kr.
Auðhumla
Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.
Lesa meiraGæðaráðgjafar
Hans Egilsson: Sími 861-4775
Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772
Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397
Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770
RM rannsókn: Sími 450-1242