13. október 2010
Verð á umframmjólk frá 1. okt 2010
Verð á umframmjólk á fjórða ársfjórðungi 2010
Verð á mjólkurafurðum á heimsmarkaði hefur hækkað undanfarin misseri og það hefur endurspeglast í tekjum Mjólkursamsölunnar. Þetta á einkum við um smjörmarkað. Á sama tíma hefur meðal gengi bandaríkjadollars gagnvart krónu lækkað um 12%. Gengi evru hefur einnig lækkað gagnvart krónu og þetta hefur neikvæð áhrif á útflutningstekjurnar.
Í upphafi þessa almannaksárs var ákveðið að greiðslumarkshöfum yrðu greiddar 35 krónur fyrir hvern lítra umframmjólkur til útflutnings, sem næmi 1,5% af greiðslumarki hvers og eins. Þá var einnig ákveðið að greiðsla fyrir aðra umframmjólk yrði að lágmarki 25 krónur á þessu almannaksári. Ennfremur að þessi verð yrðu endurskoðuð ársfjórðungslega. Verðið var hækkað í upphafi þriðja ársfjórðungs og nú kemur önnur hækkun til framkvæmda.
Reiknað hefur verið út hver eftirtekja MS verður af útflutningi á árinu í heild og á grundvelli þess hefur umframmjólkurverð verið ákvarðað fyrir síðasta ársfjórðung.
Fyrir þann hluta umframframleiðslunnar, sem telst til þess hluta sem samsvarar 1,5% af greiðslumarki, verða á þessum síðasta ársfjórðungi greiddar kr. 43,70 fyrir hvern lítra.
Fyrir aðra umframmjólk verða á þessum ársfjórðungi greiddar kr. 35,50 fyrir hvern lítra.
Með félagskveðju
Einar Sigurðsson
Auðhumla
Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.
Lesa meiraGæðaráðgjafar
Hans Egilsson: Sími 861-4775
Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772
Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397
Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770
RM rannsókn: Sími 450-1242