Verð fyrir mjólk umfram greiðslumark frá 1. febrúar 2022
Stjórn Auðhumlu samþykkti á fundi sínum 2. febrúar 2022 að afurðarstöðvarverð fyrir mjólk umfram greiðslumark verði frá 1. febrúar 2022 kr. 31.- á hvern innlagðan líter. Út frá þessu verði verður síðan reiknað gæðaálag, verðfellingar og efnainnihald.
Uppbætur verða svo greiddar eftir að lokauppgjör ársins hefur farið fram, ef tilefni gefur til.
Á vormánuðum verður síðan farið yfir sölu-og markaðslegar forsendur mjólkur og farið yfir afurðarstöðvarverð á mjólk umfram greiðslumark að nýju.
Auðhumla
Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.
Lesa meiraGæðaráðgjafar
Hans Egilsson: Sími 861-4775
Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772
Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397
Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770
RM rannsókn: Sími 450-1242