Gæðaeftirlit
Góð mjólkurgæði eru sameiginlegt hagsmunamál mjólkurframleiðenda og afurðastöðva. Því er mikilvægt að Gæðaeftirlitið komi að gæðamálum mjólkurframleiðenda og leiðbeini þeim eftir bestu getu. Gæðaeftirlitið er hluti af gæðakerfi afurðastöðvanna og mjólkurframleiðenda. Þannig vinnur Gæðaeftirlitið með fyrirbyggjandi aðgerðum að því að koma í veg fyrir að upp komi vandamál með gæði mjólkur hjá framleiðanda eða að öðrum kosti vinnur það að því að leysa gæðavandamálin eins fljótt og unnt er.
Markmið með gæðaeftirliti
Markmiðið með Gæðaeftirliti og ráðgjöf er að stuðla að því að mjólk frá mjólkurframleiðendum sé af sem bestum gæðum með því að leiðbeina þeim við framleiðsluna varðandi mjaltir, mjaltabúnað, aðbúnað við mjaltir og í mjólkurhúsi, umhverfi og meðferð mjólkurinnar.
Gæðaeftirlitið framkvæmir fyrirvaralausar úttektir á aðstöðu, aðbúnaði og ásýnd hjá mjólkurframleiðendum a.m.k. annað hvert ár.
Ráðgjafar
Við Gæðaeftirlitið vinna þessir ráðgjafar. Þeir starfa náið saman og fara milli svæða ef nauðsyn krefur.
Sigurður Grétarsson, sviðstjóri og gæðaráðgjafi.
Sinnir aðallega Suðurlandi og Skaftafellssýslum
GSM: 861 4772
Netfang: sigurdurg@audhumla.is
Hans Egilsson, gæðaráðgjafi.
Sinnir Vesturlandi, Búðardal, Ísafirði og Húnavatnssýslum
GSM: 861 4775
Netfang: hanse@audhumla.is
Elin Noslöe Grethardsdóttir, gæðaráðgjafi.
Sinnir aðallega svæðum Norðurlandi, Austurlandi og Skagafirði.
GSM: 892 0397
Netfang: eling@audhumla.is
Aðstoð við úrlausn vandamála
Ef mjólk frá mjólkurframleiðanda stenst ítrekað ekki þær gæðakröfur sem til hennar eru gerðar heimsækir gæðaráðgjafi viðkomandi mjólkurframleiðanda.
Gæðaráðgjafar þjónusta bændur eftir bestu getu við úrlausn vandamála með þeirri kunnáttu og búnaði sem þeir búa yfir. Þó takmarkast það við að þeir sinna ekki viðgerðum.
Áhersla er lögð á að mjólkurframleiðendur hafi samband við sinn þjónustuaðila þegar orsök gæðavandamála eru óljós, einnig að þeir eigi á lager helstu slithluti sem skipta þarf um með mjög reglulegu millibili.
Vöktun á gæðaniðurstöðum
Gæðaráðgjafar, með aðstoð starfsfólks og upplýsingakerfis RM, fylgjast vel með allri þróun á gæðaþáttum mjólkur hjá hverjum framleiðanda með reglulegum úttektum og greina með því hvort eitthvað sé að fara úrskeiðis þannig að grípa megi til forvarnaraðgerða. Hringt er í mjólkurframleiðanda eða farið í aukaheimsóknir til hans ef þurfa þykir að mati Gæðaeftirlits.
Símaþjónusta
Áhersla er lögð á símaþjónustu við mjólkurframleiðendur. Þá er hringt í mjólkurframleiðendur ef ástæða þykir til og eins geta þeir hringt í gæðaráðgjafa til að fá ráðleggingar og aðstoð.