Greiðslur til framleiðanda

Greiðslufyrirkomulag til mjólkurframleiðanda

Lágmarksverð til mjólkurframleiðenda er samsett úr greiðslum frá mjólkurstöðvum og greiðslum frá ríkinu. Heildarfjárhæðir beingreiðslna eru nú bundnar í samningi um starfsskilyrði mjólkurframleiðslu sem tók gildi 1. september 2005 ( með síðari breytingum) en afurðastöðvarverð ákvarðast af verðlagsnefnd búvöru. Þar að auki munu koma til greiðslur frá ríkinu sem kynbóta- og þróunarfé, gripagreiðslur og óframleiðslutengdur stuðningur.

Greiðslur ríkissjóðs

Í 6. grein samningsins um starfsskilyrði mjólkurframleiðslu er tiltekið hve háar fjárhæðir verða greiddar í beingreiðslur, kynbótaog þróunarfé, gripagreiðslur og óframleiðslutengdan stuðning á samningstímanum. Þar kemur fram eftirfarandi skipting á framlögum frá ríkissjóði á samningstímanum.
Heildarfjárhæðir beingreiðslna ríkisins eru bundnar við fastar upphæðir á hverju verðlagsári samningstímans óháð heildargreiðslumarki. Þannig lækka beingreiðslur á lítra þegar greiðslumark hækkar milli verðlagsára en hækka þegar greiðslumark lækkar milli verðlagsára.

Reglugerð um greiðslumark mjólkur á lögbýlum og greiðslur til bænda er gefin út á hverju ári, þar sem gefið er út greiðslumark framleiðsluársins, beingreiðslur og aðrar stuðningsgreiðslur.

Greiddar eru beingreiðslur út á greiðslumark annars vegar og innvegna mjólk hins vegar samkvæmt reglugerð sem finna má hér

Að því marki, sem beingreiðslur ganga ekki út eftir uppgjör innan greiðslumarks, verður greitt samkvæmt liðum A og B hlutfallslega út á heildarframleiðslu umfram greiðslumark hvers lögbýlis.
Ef mjólkurframleiðsla verður minni en sem nemur heildargreiðslumarki þannig að beingreiðslur ganga ekki út er ónotuðum beingreiðslum jafnað út á allt innvegið mjólkurinnlegg greiðslumarkshafa.

Greiðslur afurðarstöðvanna

Efnainnihald viðmiðunarmjólkur er meðalefnainnihald í mjólk á landinu síðastliðin þrjú verðlagsár. Nýtt efnainnihald viðmiðunarmjólkur reiknast því út í byrjun hvers verðlagsárs. 
Afurðastöð greiðir framleiðanda fullt verð fyrir 1. flokks mjólk innan greiðslumarks samkvæmt gildandi verðlagsgrundvelli á innleggsdegi.
Afurðastöðvar hafa frá 1993 greitt framleiðendum eftir efnainnihaldi mjólkur, þ.e. 25% miðað við fituinnihald og 75% miðað við próteininnihald meðalmjólkur.
Frá 1. janúar 2014 er greitt jafnt hlutfall eftir fitu og próteini (50/50).

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242