Fréttir


28. maí 2008
Forstjóri Auðhumlu lætur af störfum

Forstjóri Auðhumlu lætur af störfum Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri Auðhumlu svf. lætur að eigin ósk af störfum hjá félaginu, þann 1. júní næstkomandi, eftir ríflega þriggja ára starf hjá því og fyrirrennurum þess. Guðbrandur mun frá sama tíma taka við framkvæmdastjórastarfi hjá Nýlandi ehf. sem...

Lesa meira
28. maí 2008
Innvigtunarmet aðra vikuna í röð

Innvigtun vikuna 18.-24. maí var samtals 2.689.201 lítrar og er met frá upphafi skráningar vikulegrar innvigtunar hjá SAM, en fyrstu tölur eru frá ársbyrjun 2003. Eldra met var sett í fyrri vik u, það er vikunni 11.-17. maí s.l. Miðað við mjólkurinnvigtun síðustu ára má búast við að innvigtun far...

Lesa meira
27. maí 2008
Reglur um stuðning við deildir Auðhumlu

Það er stefna Auðhumlu að styrkja starfsemi félagsdeildanna sem er grunnurinn að starfsemi félagsins. Öflugt grasrótarstarf heima í deildum styrkir Auðhumlu í þeim anda samþykkti stjórn Auðhumlu eftirfarandi reglur um fjárhagslegan stuðning við félagsdeildir Auðhumlu á stjórnarfundi félagsins þan...

Lesa meira
21. maí 2008
Mjólkurinnvigtun aldrei meiri

Innvigtun mjólkur vikuna 11-17. maí var 2.680.905 lítrar og hefur aldrei verið skráð hærri í einni viku. Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði sf hafa safnað upplýsingum um vikulega innvigtun mjólkur frá ársbyrjun 2003. Innvigtun síðustu viku var meiri en nokkra aðra viku allt frá upphafi skráninga...

Lesa meira
30. apríl 2008
Innvigtun í viku 17 hjá aðildarfélögum SAM

Innvigtun í viku 17 var 2.636.717 lítrar. Aukning frá viku 16 er 39.009 lítrar eða 1,48%. Til samanburðar var innvigtun í viku 17 árið 2007 alls 2.580.843 lítrar. Vikuleg aukning milli ára er því 55.874 lítrar, eða 2,16% og hefur ekki verið meiri á þessu ári. Innvigtun það sem af er verðlagsárinu...

Lesa meira
30. apríl 2008
Kúabóndi fyrsti kvenformaðurinn hjá Búnaðarsambandi Suðurlands í 100 ár

Á aðalfundi Búnaðarsambands Suðurlands á dögunum var fyrsta konan í 100 ára sögu sambandsins kosin í stjórn, Guðbjörg Jónsdóttir kúabóndi á Læk í Flóahreppi, sem er jafnframt formaður stjórnar sambandsins. Guðbjörg er einnig varaoddviti Flóahrepps, situr í stjórn Félags kúabænda á Suðurlandi, er ...

Lesa meira
30. apríl 2008
Endurskipulögð Framleiðendaþjónusta SAM frá 1. maí 2008

Breytingar á Framleiðendaþjónustu SAM (FÞ) taka gildi 1. maí n.k. Farið hefur fram ítarleg endurskoðun á starfsemi FÞ þar sem sérstaklega var haft að leiðarljósi að ná fram hagræðingu og draga starfsemina út úr allri útseldri þjónustu, en jafnframt að tryggja að framleiðendur hafi aðgang að ásætt...

Lesa meira
29. apríl 2008
Öllum mjólkurvörum á Austurland nú dreift frá Akureyri

MS Akureyri hefur hafið daglega dreifingu á öllum mjólkurvörum á Austurland í kjölfar þess að pökkun á mjólk hefur verið hætt á Egilsstöðum. Um er að ræða um 1,2 milljónir lítra af neyslumjólk á ári en auk þess er öllum öðrum mjólkurvörum dreift með daglegum ferðum frá Akureyri. Um er að ræða svæ...

Lesa meira
29. apríl 2008
Afköst í pökkun tvöfaldast hjá MS Akureyri

Ný og fullkomin fernupökkunarvél frá Tetra Pac hefur verið tekin í notkun hjá MS Akureyri. Innréttaður var nýr pökkunarsalur í mjólkursamlaginu þar sem vélinni var komið fyrir, sem og pökkunarlínu. Lokaáfangi verkefnisins verður í næsta mánuði þegar sjálfvirkum róbótar verða settir upp en hlutver...

Lesa meira
23. apríl 2008
Innvigtun í viku 16 hjá aðildarfélögum SAM

Innvigtun í viku 16 var 2.597.708 lítrar. Aukning frá viku 15 er 33.679 lítrar eða 1,3%. Innvigtun í viku 16 árið 2007 var 43.883 lítrum minni eða 2.553.825 lítrar. Innvigtun það sem af er verðlagsárinu er 77 milljónir lítra, aukning milli verðlagsára er rúmlega 1,6 milljónir lítra eða 2,38%. Fre...

Lesa meira

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242