Lyfjaleyfar í mjólk

Óhöpp vegna þess að fúkkalyf lenda í tankmjólk og berast jafnvel inn í mjólkurstöð eru alltof algeng. Oftast verða óhöppin vegna þess að kýr, sem verið er að meðhöndla, er mjólkuð í ógáti og mjólkin fer saman við aðra mjólk. Einnig kemur fyrir að sett er á kú sem er í meðferð og það uppgötvast áður en mjólkin fer í tankinn en þess er ekki gætt að þvo spenahylki og mjólkurlögn nægilega vel. Þá hefur komið fyrir að sáraúða með fúkkalyfjum hefur verið úðað á spenasár og það hefur nægt til þess að lyf hafa fundist í mjólkinni. Til þess að koma í veg fyrir óhöpp af þessu tagi er mikilvægt að kýr, sem eru í meðferð, séu vel merktar áður en þær eru meðhöndlaðar, t.d. með bandi um báða afturfætur, þar sem mjólkað er í gryfju, eða merki á hala þar sem mjólkað er í básum eða mjaltaþjóni. Þar sem tölvukerfi er notað er mikilvægt að skrá strax í tölvuna og tvískoða að rétt númer hafi verið skráð svo kýr í meðhöndlun sé ekki mjólkuð af gáleysi.

Svokallaður útskolunartími lyfja er mislangur. Dýralæknar gefa upp útskolunartíma hvers lyfs og skal ávallt fara eftir þeim fyrirmælum. Einnig er hægt að afla sér upplýsinga um helstu fúkkalyf og útskolunartíma þeirra í sérlyfjaskrá. Í vissum tilfellum gefur sérlyfjaskrá upp styttri útskolunartíma fyrir spena sem lyf hafa ekki verið sett í. Í ljósi reynslunnar er ekki mælt með því að farið sé að mjólka þá spena á undan meðhöndluðum spenum.

Dæmi um lyfjaleifar og hvað það þýðir í verðfellingu

Ef í mjólk framleiðanda sem send hefur verið í mjólkurstöð finnast lyfjaleifar, þá skal það innlegg ekki skráð, þar að auki verði innlegg viðkomandi viku verðfellt um 60% af afurðastöðvaverði mjólkur. Ef um fleiri en eitt tilfelli er að ræða frá sama framleiðanda innan sama mánaðar, þá verðskerðist innlegg mánaðar um 15% fyrir hvert tilfelli

Hér má nálgast leiðbeiningar um verklag ef lyf greinist í mjólk frá framleiðanda

Hér má nálgast leiðbeiningar um verklag ef framleiðanda grunar að lyf hafi komist í tankmjólk

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242